Portúgalinn nálgast Bayern

Joao Palhinha í leik með Fulham.
Joao Palhinha í leik með Fulham. AFP/Paul Ellis

Þýska stórveldið Bayern München er í viðræðum við enska knattspyrnufélagið Fulham um kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha.

Samkvæmt Sky Sports í Þýskalandi er talið að kaupverðið sé í kringum 40 milljónir evra og að öllum líkindum verði Palhinha orðinn leikmaður þýska liðsins fyrir byrjun Evrópumótsins í Þýskalandi.

Pahlinha var ekki langt frá því að ganga til liðs við Bayern síðasta sumar en samningurinn á milli liðanna féll á lokadegi félagsskiptagluggans þrátt fyrir að Portúgalinn hafði lokið læknisskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert