Arsenal þarf að greiða í kringum 9 milljarða

Douglas Luiz.
Douglas Luiz. AFP/Ben Stansall

Arsenal þarf að greiða 50 milljónir punda eða í kringum 9 milljarða íslenskra króna fyrir Brasilíumanninn Douglas Luiz, miðjumann Aston Villa. 

Luiz átti magnað tímabil fyrir Villa á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði tíu mörk og lagði jafnmörg upp. 

Enskir miðlar greina frá því að Arsenal þyrfti að borga 50 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. 

Villa komst í Meistaradeildina á síðustu leiktíð en verður að selja leikmenn til að koma fjárhagsmálum sínum í lag er kemur að fjárhagsreglum FFP. 

Þarf það að gerast fyrir 30. júní og gæti leikmaðurinn því verið á förum á næstu vikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert