Ten Hag stýrir United áfram

Erik ten Hag verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Ben Stansall

Erik ten Hag verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United á næsta tímabili.

Forráðamenn enska félagsins hafa ráðið ráðum sínum undanfarnar vikur og farið yfir frammistöðu liðsins á nýafstöðnu tímabili.

Hefur enskum fjölmiðlum ekki borið saman um hvort ten Hag fengi að taka pokann sinn eða myndi halda starfi sínu.

Í kvöld greinir The Athletic hins vegar frá því að frammistöðumatinu sé lokið og að niðurstaðan sé að halda Hollendingnum í starfi.

Viðræður áttu sér stað við ten Hag í dag þar sem hann var sammála mati forráðamanna Man. United og vill gjarna halda áfram sem knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert