Arsenal vill markvörð Real Madrid

Andriy Lunin.
Andriy Lunin. AFP/Javier Soriano

Arsenal vill úkraínska knattspyrnumarkvörðinn Andriy Lunin, sem er í herbúðum Real Madrid. 

Spænskir miðlar greina frá en Lunin var í stóru hlutverki hjá Real Madrid á síðasta tímabili í fjarveru Thibaut Courtois, sem var frá mest allt tímabilið. 

Eru fregnirnar áhugaverðar en samkvæmt enskum miðlum mun Arsenal kaupa Spánverjann David Raya, sem varði mark liðsins á síðasta tímabili á láni frá Brentford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert