Tottenham setur sig í samband vegna Alberts

Albert Guðmundsson leikur með Genoa.
Albert Guðmundsson leikur með Genoa. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Enska knattspyrnufélagið Tottenham er í viðræðum við Genoa um Albert Guðmundsson. 

Ítalskir miðlar greina frá en samkvæmt umfjöllun þeirra vill Genoa fá 30 til 35 milljónir evra fyrir Íslendinginn. 

Albert skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili og hefur lengi verið orðaður frá félaginu. 

Í síðasta mánuði bár­ust frétt­ir af því að Al­bert Guðmunds­son yrði ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert