Bayern er á eftir leikmanni Liverpool

Joe Gomez í baráttunni við Bukayo Saka á síðustu leiktíð.
Joe Gomez í baráttunni við Bukayo Saka á síðustu leiktíð. AFP/Paul Ellis

Bayern München hefur áhuga á Joe Gomez, varnarmanni enska knattspyrnufélagsins Liverpool. 

Enskir miðlar greina frá en samkvæmt þeim er Bayern að leita sér að fleiri varnarmönnum fyrir næsta tímabil. 

Gomez hefur leikið með Liverpool allan ferilinn, að undanskildu tímabili hjá Charlton á láni. Hann á að baki 224 leiki fyrir enska félagið og hefur aðeins fengið stærra hlutverk með árunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert