United fylgist náið með Hollendingum

Matthijs de Ligt er á óskalista Erik ten Hag.
Matthijs de Ligt er á óskalista Erik ten Hag. AFP/Alexandra Beier

Hollendingurinn Matthijs de Ligt er ofarlega á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United. 

Ten Hag verður áfram með lið United og er farinn að plana sumarinnkaup. 

Samlandi hans de Ligt er ofarlega á listanum. De Ligt er leikmaður Bayern München en félagið þyrfti að fá alvöru tilboð til að láta hann fara samkvæmt þýskum miðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert