Varafyrirliði Chelsea á förum?

Conor Gallagher á blaðanmannafundi fyrir EM.
Conor Gallagher á blaðanmannafundi fyrir EM. AFP/Adrian Dennis

Knattspyrnumaðurinn Conor Gallagher tók við fyrirliðabandi Chelsea á tímabilinu þegar Reece James var meiddur, sem var nánast allt tímabilið, en er nú mögulega á förum frá félaginu.

Chelsea er í fjárhagslegum vandræðum og gæti fengið háa upphæð fyrir miðjumanninn sem er nú á EM með Englandi.

Lið í ensku deildinni hafa áhuga á því að fá þennan 24 ára gamla leikmann en til dæmis hafa Aston Villa og Tottenham sýnt áhuga.

„Eins og staðan er núna er ég leikmaður Chelsea og er bara að hugsa um England og EM,“ sagði Gallagher sem er uppalinn hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert