Forseti Roma kaupir Everton

Leikmenn Everton fá nýjan eiganda.
Leikmenn Everton fá nýjan eiganda. AFP/Adrian Dennis

Eigandi og forseti ítalska knattspyrnufélagsins Roma, Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin, hefur náð samkomulagi við Farhad Moshiri, eiganda Everton, um kaup á enska félaginu. 

SkySports greinir frá en búist er við því að Friedkin taki við eignarhaldi á félaginu á næstu 48 klukkustundum. 

Everton hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en stig voru dregin frá liðinu vegna fjárhagsvandræða. 

Moshiri hefur lengi viljað selja félagið og verður að því núna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert