Fyrirliðinn framlengir í Liverpool-borg

Seamus Coleman, til hægri, í leik með Everton á tímabilinu.
Seamus Coleman, til hægri, í leik með Everton á tímabilinu. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Seamus Coleman, fyrirliði Everton og írska landsliðsins, framlengdi samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið um eitt ár.

Coleman er 35 ára gamall hægri bakvörður og hefur verið hjá Everton síðan árið 2010 og spilað rúmlega 400 leiki fyrir liðið.

Hann spilaði aðeins 12 leiki á tímabilinu en hann var að glíma við meiðsli. Þetta verður hans 16. tímabil með Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert