Hafna tilboði Manchester United

Jarrad Branthwaite fagnar marki gegn Liverpool.
Jarrad Branthwaite fagnar marki gegn Liverpool. AFP/Paul Ellis

Everton hefur hafnað fyrsta tilboði Manchester United í knattspyrnumanninn Jarrad Branthwaite. 

Samkvæmt enskum miðlum bauð United 45 milljónir punda í varnarmanninn en Everton vill hærri upphæð. 

Branthwaite, sem er 21 árs gamall, var lykilmaður í liði Everton sem hélt sér uppi í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir stigafrádrátt. 

Enskir miðlar greina jafnframt frá því að United muni gera betra tilboð í varnarmanninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert