Klopp mikill aðdáandi Taylor Swift

Jürgen Klopp var mættur aftur á Anfield í gærkvöldi.
Jürgen Klopp var mættur aftur á Anfield í gærkvöldi. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, brá sér aftur á Anfield í gærkvöldi þegar stórstjarnan Taylor Swift hélt þar tónleika.

Klopp er fluttur frá Liverpool til Mallorca á Spáni en nýtir áfram tækifæri til þess að heimsækja ensku borgina sem hann bjó í um tæplega níu ára skeið.

Þjóðverjinn birti af sér ljósmynd á Instagram-aðgangi sínum með forláta bleikan kúrekahatt þar sem stóð undir:

„Ég býst við því að ég sé opinberlega orðinn „Swiftie“.

„Swifties“ er notað er um dygga aðdáendur söngkonunnar sívinsælu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert