Aftur í uppeldisfélagið

Adam Lallana.
Adam Lallana. Ljósmynd/Sout­hampt­on

Knattspyrnumaðurinn Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool og Brighton & Hove Albion snýr aftur til uppeldisfélagsins Sout­hampt­on.

Lallana spilaði 265 leiki með Sout­hampt­on áður en hann skipti yfir í Liverpool árið 2014 þar sem hann spilaði 178 leiki, vann Meistaradeild Evrópu og varð enskur deildar- og bikarmeistari. Hann kom til Brighton árið 2020 og spilaði 104 leiki með félaginu.

 Hann skrifar undir eins árs samning en Sout­hampt­on tryggði sér sæti í ensku úr­vals­deild­inni eft­ir árs fjar­veru en liðið vann Leeds, 1:0 í úr­slita­leik um­spils­ins á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert