Lést aðeins 26 ára

Matija Sarkic.
Matija Sarkic. AFP/Håkon Mosvold

Knattspyrnumaðurinn Matija Sarkic, markmaður Milwall sem er í B-deild á Englandi lést skyndilega í morgun, aðeins 26 ára gamall.

Sarkic fæddist í Grimsby á Englandi en spilaði með Svartfjallalandi og á níu A-landsleiki fyrir Svartfjallaland.

Knattspyrnusamband Svartfjallaland sagði að hann látist skyndilega á laugardagsmorgun og fréttamiðlar þarlendis segja að það hafi gerst í íbúð hans.

Sarkic kom til Milwall frá Wolves síðasta sumar og spilaði 33 leiki á tímabilinu en hann hefur einnig spilað fyrir Aston Villa, Birmingham og Stoke City. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert