Shearer minnist Kevins Campbells

Alan Shearer.
Alan Shearer. AFP

Alan Shearer, knattspyrnugoðsögn og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, minntist Kevins Campbells á fallegan hátt í breska ríkissjónvarpinu í dag. Fréttir bárust í morgun af Campbell sem lést eftir baráttu við alvarleg veikindi aðeins 54 ára að aldri.

Shearer spilaði með Campbell í 21 árs landsliði Englands og mættust þeir félagar oft á vellinum en Campbell spilaði með liðum eins og Arsenal, Nottingham Forest og Everton á sínum ferli.

„Ég var heppinn að fá að spila með honum í 21 árs landsliðinu og vinna með honum í sjónvarpi. Hann hafði smitandi persónuleika og frábæran karakter,“ sagði Shearer á BBC í dag.

Hér fyrir neðan má sjá Shearer minnast Campbells í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert