Jón Dagur í ensku úrvalsdeildina?

Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu á Wembley.
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu á Wembley. AFP/Glyn Kirk

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni. 

Evening Chronicle greinir frá en það er fjölmiðill í Newcastle-borg. Samkvæmt honum eru Newcastle, West Ham og nýliðar Leicester öll með augastað á kantmanninum. 

Jón Dagur er 25 ára gamall leikmaður Leuven sem spilar í belgísku A-deildinni. Hann hóf meistaraflokksferilinn 15 ára gamall með HK, lék síðan með unglingaliðum Fulham og dönsku félögunum Vendsyssel og AGF. 

Jón Dagur skoraði sigurmark Íslands í fræknum sigri á Englendingum á Wembley fyrr í mánuðinum en það var hans fimmta mark í 37 A-landsleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert