Nýliðarnir snúa sér að Cooper

Steve Cooper gæti tekið við Leicester City.
Steve Cooper gæti tekið við Leicester City. AFP/Oli Scarff

Leicester City hefur hafið viðræður við Steve Cooper um möguleikann á því að hann taki við sem knattspyrnustjóri karlaliðsins.

Enzo Maresca stýrði Leicester til sigurs í ensku B-deildinni á síðasta tímabili en var nýverið ráðinn stjóri Chelsea.

Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni eru því í leit að nýjum knattspyrnustjóra. Leicester hafði átt í viðræðum við Graham Potter um að taka við en nú hefur slitnað upp úr þeim samkvæmt The Guardian.

Þar segir að viðræður við Cooper, sem stýrði síðast Nottingham Forest, séu vel á veg komnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert