Eftirmaður Maresca fundinn

Steve Cooper.
Steve Cooper. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeildarliðið Leicester City hefur tilkynnt að Steve Cooper sé nýr knattspyrnustjóri félagsins. Cooper tekur við starfi Enzo Maresca sem fór til Chelsea.

Cooper er 44 ára gamall Walesverji en hann stýrði síðast Nottingham Forest. Cooper var rekinn þaðan í desember á síðasta ári. Leicester vann 1. deildina í ár en Chelsea réði Maresca skömmu eftir að tímabilinu lauk við litla hrifningu Leicester.

Cooper gerir þriggja ára samning við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert