Everton sækir efnilegan Englending

Tim Iroegbunam er nýjasti leikmaður Everton.
Tim Iroegbunam er nýjasti leikmaður Everton. Ljósmynd/Evertonfc.com

Enska knattspyrnufélagið Everton tilkynnti í dag kaupin á unga Englendingnum Tim Iroegbunam en hann kemur frá Aston Villa. Iroegbunam er fyrstu kaup Everton í sumar og gerir hann þriggja ára samning við félagið.

Iroegbunam er tvítugur miðjumaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Englands og varð hann Evrópumeistari með U-19 ára landsliði Engands árið 2022.  

Iroegbunam kom einungis við sögu í níu leikjum hjá Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en það verður spennandi að fylgjast með hvers konar hlutverk hann fær hjá Everton. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert