Frá Everton í Aston Villa

Lewis Dobbin skrifaði undir í dag.
Lewis Dobbin skrifaði undir í dag. Ljósmynd/Aston Villa

Englendingurinn Lewis Dobbin er genginn til liðs við Aston Villa frá Everton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu

Dobbin er 21 árs gamall og hefur spilað upp yngri landslið Englands. Hann er sóknarmaður og hefur spilað í 12 leikjum með Everton í ensku deildinni og skorað eitt mark sem kom gegn Chelsea á síðasta tímabili.

Tímabilið 2022/2023 var hann á láni hjá Derby County þar sem hann spilaði 43 leiki, skoraði þrjú mörk og lagði upp fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert