Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki í samstarf við West Ham

Leikmenn West Ham.
Leikmenn West Ham. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur undirritað samstarfssamning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MT Sport. 

MT Sport er þróunaraðili Smart Timer sem er smáforrit fyrir farsíma, hannað fyrir íþróttafólk, þjálfara og félög. 

Smart Timer er notað til að tímamæla leikmenn eða hóp leikmanna við ýmsar æfingar við lágmarks fyrirhöfn. Forritið nýtir myndavél farsímans til að mæla frammistöðu á einfaldan og skilvirkan hátt og gefur félögum möguleika að greina og vinna með gögnin. 

Dagný Brynjarsdóttir verður hjá West Ham næstu árin.
Dagný Brynjarsdóttir verður hjá West Ham næstu árin. Ljósmynd/West Ham

Geta mælt eigin frammistöðu

Smart Timer býður einnig upp á forrit fyrir iðkendur til að mæla eigin frammistöðu og fylgjast með framvindu sinni. Þetta veitir leikmönnum ábyrgð á eigin þróun og gefur þeim verkfæri til að bæta frammistöðu sína sjálfir.

„Á hverju ári leitum við nýrra leiða til að þróa og bæta knattspyrnuþjálfun okkar. Leikmennirnir hafa tekið Smart Timer-appinu afar vel og vekur það sannarlega upp keppnisskapið hjá þeim.

Þeir eru stöðugt að reyna að bæta hraða sinn og árangur. Smart Timer gerir okkur þjálfurum kleift að fylgjast betur með framvindu leikmanna og halda utan um ítarlega greiningu á þróun hvers og eins leikmanns með lágmarks fyrirhöfn.

Ef horft er fram á næsta tímabil erum við hjá West Ham United Foundation spennt að byggja á árangri þessa árs og halda áfram að bjóða upp á frekari tækifæri fyrir unga knattspyrnumenn að þróa sig,“ sagði Derek Duncan, framkvæmdastjóri West Ham Foundation. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert