Mættur aftur á æfingu hjá United

Jadon Sancho í leik með Manchester United.
Jadon Sancho í leik með Manchester United. AFP/Leonardo Munoz

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho er aftur byrjaður að æfa með Manchester United. Hann mun hins vegar ekki ferðast með liðinu til Noregs og taka þátt í æfingaleik gegn Rosenborg á mánudaginn.  

Sancho og Erik ten Hag, stjóri Manchester United, lentu í ósætti á síðasta tímabili en þeir hafa nú rætt málin og er Sancho því aftur byrjaður að æfa með liðinu.  

Englendingurinn fór á lán til Borussia Dortmund í janúar og átti ágætis lánsdvöl þar. Hann hjálpaði liðinu meðal annars að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.  

Bæði Borussia Dortmund og Juventus hafa sýnt áhuga á Sancho. Talið er að Manchester United vill fá 40 milljónir punda fyrir leikmanninn.   

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert