Fyrsta mark Salah síðan Slot tók við (myndband)

Mohamed Salah að fagna markinu með liðsfélögum.
Mohamed Salah að fagna markinu með liðsfélögum. AFP/Charly Triballeau

Mohamed Salah skoraði í fyrsta skipti síðan að Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri Liverpool á dögunum.

Salah skoraði fyrra mark Liverpool gegn Arsenal í æfingaleik síðastliðin miðvikudag sem endaði 2:1 fyrir Liverpool. Liðið vann einnig Real Betis, 1:0, á dögunum en Dom­inik Szo­boszlai skoraði það mark.

Salah kom Liverpool yfir gegn Arsenal eftir aðeins 13 mínútur en Harvey Elliott lagði markið upp.

Næsti æfingaleikur liðsins er gegn Manchester United á morgun en fyrsti leikur liðsins í deildinni er 17. ágúst gegn nýliðum Ipswich.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert