Mohamed Salah skoraði í fyrsta skipti síðan að Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri Liverpool á dögunum.
Salah skoraði fyrra mark Liverpool gegn Arsenal í æfingaleik síðastliðin miðvikudag sem endaði 2:1 fyrir Liverpool. Liðið vann einnig Real Betis, 1:0, á dögunum en Dominik Szoboszlai skoraði það mark.
Salah kom Liverpool yfir gegn Arsenal eftir aðeins 13 mínútur en Harvey Elliott lagði markið upp.
Mohamed Salah's first goal under Arne Slot was a beauty 😍 @LFC pic.twitter.com/qJYYJhLwuq
— GOAL (@goal) August 1, 2024
Næsti æfingaleikur liðsins er gegn Manchester United á morgun en fyrsti leikur liðsins í deildinni er 17. ágúst gegn nýliðum Ipswich.