Man Utd býður í tvo hjá Bayern

Matthijs de Ligt gæti orðið leikmaður Manchester United.
Matthijs de Ligt gæti orðið leikmaður Manchester United. AFP/Christof Stache

Manchester United hefur gert tilboð í Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui, leikmenn Bayern München.

David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic og NY Times, greinir frá þessu en hann er einn sá áreiðanlegasti þegar kemur að félagaskiptum í fótbolta. Bayern er sagt hafa hafnað fyrsta tilboði United í leikmennina en viðræður séu enn á milli félaganna.

De Ligt er miðvörður frá Hollandi sem sló í gegn undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma áður en hann fór til Juventus og þaðan til Bayern. Mazraoui er einnig fyrrum leikmaður ten Hag frá Ajax en hann er hægri bakvörður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert