Knattspyrnumaðurinn Ismaila Sarr skrifaði undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace í dag.
Sarr hefur spilað 50 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Watford en fór þaðan til franska félagsins Marsille árið 2023 og tók eitt tímabil með þeim en er kominn aftur til Englands.
Hann er sóknarmaður og skoraði fimm mörk í 35 leikjum fyrir Marsille á síðasta tímabili. Sarr er frá Senegal og hefur spilað 64 leiki með landsliðinu og skorað í þeim 13 mörk.
He's here...#CPFC pic.twitter.com/OhWPkVGAsu
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 1, 2024