Lánaður frá City til Dortmund

Yan Couto fagnar í leik með Girona.
Yan Couto fagnar í leik með Girona. AFP/Lluis Gene

Manchester City hefur lánað brasilíska knattspyrnumanninn Yan Couto til Borussia Dortmund í Þýskalandi og verður hann þar allt næsta keppnistímabil samkvæmt samkomulagi félaganna.

Couto er 22 ára gamall kantmaður eða bakvörður sem hefur verið í röðum City frá árinu 2020 án þess að spila leik fyrir félagið. Hann hefur einu sinni verið á varamannabekk liðsins en það var í leik gegn Leicester um Samfélagsskjöldinn í upphafi tímabilsins 2021-22.

Hann hefur verið lánsmaður frá enska félaginu undanfarin fjögur tímabil, þrjú þeirra með Girona á Spáni og eitt með Braga í Portúgal.

Hann lék 59 leiki með Girona í spænsku 1. deildinni undanfarin tvö ár en liðið náði þar mjög óvænt þriðja sæti síðasta vetur og leikur í Meistaradeildinni á komandi vetri.

Couto á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Brasilíu. Kaupverð hans er sagt vera 30 milljónir punda en Dortmund á nú forkaupsrétt á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert