Besti leikmaður síðasta tímabils til Lundúna

Crysencio Summerville er kominn til West Ham frá Leeds.
Crysencio Summerville er kominn til West Ham frá Leeds. Ljósmynd/West Ham

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur gengið frá kaupum á hollenska kantmanninum Crysencio Summerville frá Leeds. Lundúnafélagið greiðir um 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Summerville átti afar gott síðasta tímabil með Leeds og var kosinn besti leikmaður B-deildarinnar. Leeds tapaði hins vegar fyrir Southampton í úrslitum umspilsins og mistókst því að fara upp í úrvalsdeildina.

Hann lék 89 leiki með Leeds og skoraði í þeim 25 mörk. Hollendingurinn skoraði 21 af þeim í 49 leikjum á síðustu leiktíð. Þá lagði hann upp tíu mörk til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert