Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Jorge Cuenca frá Villarreal á Spáni. Leikmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning við Lundúnafélagið.
Kaupverðið er um sex milljónir punda. Hann lék 37 leiki með Villarreal á síðustu leiktíð og hefur einnig leikið með Almería og Getafe.
Varnarmaðurinn á leiki fyrir yngri landslið Spánar, en hann getur leikið sem miðvörður og bakvörður.