Haaland sá um Chelsea

Erling Haaland fagnar marki í nótt.
Erling Haaland fagnar marki í nótt. AFP/Kamil Krzaczynski

Manchester City hafði betur gegn Chelsea, 4:2, í undirbúningi liðanna fyrir komandi tímabil í enska fótboltanum en leikið var í Columbus í Bandaríkunum.

Erling Haaland byrjaði með látum því hann var búinn að skora tvö mörk og koma City í 2:0 eftir aðeins fimm mínútur.

Oscar Bobb gerði þriðja mark City á 55. mínútu og Haaland fullkomnaði þrennuna mínútu síðar og kom City í 4:0. Raheem Sterling og Noni Madueke löguðu stöðuna fyrir Chelesea.

Chelsea á enn eftir æfingaleiki við Real Madrid og Inter áður en liðið hefur leik í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur City er gegn grönnunum í United í Samfélagsskildinum 10. ágúst á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert