Manchester City verður án fjögurra lykilmanna gegn Manchester United í leik þeirra um Samfélagsskjöld enskrar knattspyrnu karla á morgun.
Liðin mætast á Wembley en Manchester City er Englandsmeistari og United bikarmeistari.
Rodri, Phil Foden, Kyle Walker og John Stones verða ekki með City-liðinu á morgun samkvæmt enskum miðlum.
Leikurinn hefst klukkan 14 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.