Royal á förum frá Tottenham

Emerson Royal tæklar Rafael Leao í leik með Tottenham.
Emerson Royal tæklar Rafael Leao í leik með Tottenham. AFP/Marco Bertorello

Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Tottenham og er að fara í ítölsku A-deildina.

Sky Sports á Ítalíu greinir frá þessu en samkvæmt þeim er hann að ganga til liðs við AC Milan og liðin nálægt því að komast að samkomulagi.

Félagið greiðir 12,8 milljónir punda fyrir Royal sem kom til Tottenham frá Barcelona árið 2021. Hann hefur spilað 101 leik fyrir liðið og á síðasta tímabili spilaði hann 22 deildarleiki og skoraði eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert