Stefán í byrjunarliði í fyrsta leik

Stefán Teitur Þórðarson kom til Preston frá Silkeborg í sumar
Stefán Teitur Þórðarson kom til Preston frá Silkeborg í sumar Ljósmynd/Preston

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði í fyrsta leik sínum með Preston í B-deild enska fótboltans í Preston í kvöld. 

Preston mátti þola tap fyrir Sheffield United, 2:0, en Stefán lék fyrstu 71 mínútuna. Hann kom til enska liðsins frá Silkeborg í sumar en hann hafði spilað með danska félaginu undanfarin fjögur ár.

Þá sat landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson allan tímann á varamannabekk Blackburn sem sigraði nýliða Derby, 4:2, í Blackburn í kvöld en þetta voru tveir fyrstu leikir B-deildarinnar á nýju tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert