Portúgalski knattspyrnumaðurinn Pedro Neto er á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves til Chelsea.
Fabrizio Romano greindi frá þessu en hann mun kosta félagið 60 milljónir punda eða tíu milljarða íslenskra króna.
Neto er 24 ára gamall sóknarmaður og kom til Wolves frá Lazio árið 2019. Hann hefur spilað 135 leiki fyrir félagið og í þeim skorað 14 mörk og lagt upp 24.
Úlfarnir mæta Arsenal í fyrsta leik liðsins í deildinni 17. ágúst og verða líklegast án Neto sem mun mæta Manchester City daginn eftir.