United nær samkomulagi við Bayern

Matthijs de Ligt í leik með Bayern München á síðustu …
Matthijs de Ligt í leik með Bayern München á síðustu leiktíð. AFP/Óscar del Pozo

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur náð samkomulagi við Bayern München um kaupin á Hollendingnum Matthijs de Ligt og Marokkóanum Noussair Mazraoui.  

David Ornstein, fréttamaður hjá Athletic og NY Times, greinir frá þessu á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X.  

Talið er að United greiði 45 milljónir evra með möguleika á 5 milljónum í árangurstengdar greiðslur fyrir de Ligt, sem verður 25 ára á mánudaginn.  

Samkomulagið um Mazraoui veltur á því að sala United á Aaron Wan-Bissaka gangi í gegn. Ef það fer í gegn þá mun United greiða 15 milljónir evra fyrir Mazraoui.  

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, þjálfaði bæði de Ligt og Mazraoui hjá Ajax í Holland. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert