Fyrirliði United framlengir

Bruno Fernandes kom til United árið 2020.
Bruno Fernandes kom til United árið 2020. AFP/Paul Ellis

Portúgalski knattspyrnumaðurinn, Bruno Fernandes, fyrirliði enska úrvalsdeildafélagsins Manchsester United, mun framlengja samning sinn við félagið.

Sky Sports greindi frá þessu en samningur Fernandes gildir til júní 2026 en hann mun framlengja til 2027.

Hann gekk til liðs við félagið í janúar 2020, hefur spilað rúmlega 220 leiki fyrir liðið og skorað í þeim 73 mörk, 23 úr vítaspyrnum, og lagt upp 65. 

Fernandes spilar með portúgalska landsliðinu og hefur spilað 71 landsleik og skoraði í þeim 23 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert