Casemiro er mikilvægur fyrir United

Carlos Casemiro.
Carlos Casemiro. AFP/Jacob Kupferman /

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, telur að brasilíski knattspyrnumaðurinn Casemiro sé tilbúinn að láta til sín taka á næsta tímabili.

Casemiro er 32 ára gamall og fékk mikla gagnrýni fyrir síðasta tímabil. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jamie Carragher sem vinnur sem sérfræðingur í sjónvarpi stakk upp á því að hann ætti að hætta í fótbolta. 

Casemiro var í byrjunarliði United í leiknum um Sam­fé­lags­skjöld Eng­lands og stóð sig vel. Eftir leikinn hrósaði Erik ten Hag honum í viðtali á heimasíðu liðsins.

„Hann er í mjög góðu formi og ég tel að sem lið vinnum við vel saman sem gerir þetta auðveldara fyrir Casemiro. Hann er mikill leiðtogi og mikilvægur fyrir liðið, bæði í vörn og sókn, við vinnum saman,“ sagði Erik ten Hag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert