Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með Burnley í fyrsta leik liðsins í ensku B-deildinni í fótbolta gegn Luton á útivelli í kvöld.
Liðin mætast í stórleik umferðarinnar en þau féllu bæði úr úrvalsdeildinni í vor.
Jóhann Berg samdi á nýjan leik við Burnley fyrr í sumar eftir að samningur hans rann út stuttu áður.
Í dag birtist myndband þar sem má sjá Vincent Kompany, fyrrverandi stjóra liðsins, hrauna yfir Jóhann Berg á æfingu.