Óvænt nafn á lista Manchester United

Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin. AFP/Andy Buchanan

Enski knattspyrnumaðurinn Dominic Calvert-Lewin hefur verið orðaður við stórveldi Manchester United. 

Samkvæmt enskum miðlum er Calvert-Lewin einn þeirra sem gæti gengið til liðs við United ef félagið ákveður að bæta við sig í fram á við. 

Calvert-Lewin er 27 ára gamall framherji sem hefur leikið með Everton síðustu átta árin. 

Á þeim tíma hefur hann skorað 68 mörk í 247 leikjum fyrir félagið.

Hann var heitur biti tímabilið 2021/22 þegar að hann skoraði 21 mark í 39 leikjum fyrir Everton. 

Síðan þá hafa meiðsli haft áhrif á feril framherjans sem skoraði aðeins sjö mörk í 32 leikjum á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert