Sænski landsliðsmaðurinn í úrvalsdeildarfélagið

Jens Cajuste.
Jens Cajuste. Ljósmynd/Svenskfotboll

Sænski knattspyrnumaðurinn Jens Cajuste er á förum frá ítalska félaginu Napoli og gengur til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford.

Sky Sports greinir frá þessu en Cajuste kemur á láni út næsta tímabil. Brentford má kaupa hann fyrir tíu milljónir punda þegar tímabilið klárast.

Cajuste er 25 ára gamall miðjumaður og hefur spilað 35 leiki fyrir Napoli en hann spilaði lengi með danska félaginu Midtjylland og lék þar með íslenska markverðinum Elíasi Rafni Ólafssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert