Portúgalski knattspyrnumaðurinn Fábio Carvalho er genginn til liðs við Brentford, sem landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson leikur með, frá Liverpool.
Brentford tilkynnti formlega um kaupin í gær og greiðir 27,5 milljónir punda, tæplega fimm milljarða íslenskra króna, fyrir Carvalho sem er 22 ára sóknartengiliður og kantmaður.
Hann hafði staðið sig vel á undirbúningstímabilinu með Liverpool í sumar en nú lýkur tveggja ára dvöl Portúgalans hjá félaginu.
Carvalho er annar leikmaðurinn sem Brentford festir kaup á í sumar en áður hafði félagið keypt brasilíska sóknarmanninn Igor Thiago frá Club Brugge í Belgíu.