James Milner var í byrjunarliði Brighton í sigrinum á Everton á laugardaginn en sá leikur markaði 23. leiktíð miðjumannsins í ensku úrvalsdeildinni.
Milner hóf feril sinn í ensku deildinni hjá Leeds United árið 2022, þá sextán ára gamall. Hann kom inn af varamannabekknum fyrir Jason Wilcox í leik gegn West Ham og varð þar með næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Hinn 38 ára gamli Milner hefur leikið fyrir Aston Villa, Newcastle, Manchester City og Liverpool að auki á ferlinum en á myndbandinu hér fyrir ofan má sjá leikmanninn í gegnum tíðina.