Portúgalski knattspyrnumaðurinn Joao Félix hefur samþykkt að ganga í raðir Chelsea að nýju eftir að Atlético Madríd samþykkti kauptilboð enska félagsins.
The Athletic greinir frá en ekki kemur fram hvert kaupverðið er.
Félix, sem er 24 ára sóknarmaður, lék með Chelsea síðari hluta tímabilsins 2022-23 og skoraði þá fjögur mörk í 20 leikjum í öllum keppnum.
Hann var hjá Barcelona á láni á síðasta tímabili en heldur nú aftur til Lundúna þar sem Félix mun skrifa undir sex ára samning með möguleika á árs framlengingu.