Fer hann loks frá Chelsea?

Conor Gallagher.
Conor Gallagher. AFP/Glyn Kirk

Enski knattspyrnumaðurinn Conor Gallagher er loks að ganga til liðs við Atlético Madrid. 

Enskir miðlar greina frá en Gallagher átti að ganga í raðir spænska félagsins frá Chelsea fyrr í sumar. 

Gallagher stóðst læknisskoðun hjá félaginu en félögin náðu ekki að komast að samkomulagi, meðal annars vegna annarra leikmanna, og var Gallagher því sendur til baka. 

Atlético mun greiða Chelsea 36 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert