Brighton hafði betur gegn Manchester United, 2:1, í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton í dag.
Brighton er á toppnum með fullt hús stiga eftir tvo leiki. United er í áttunda sæti með þrjú stig.
Danny Welbeck kom Brighton yfir á 32. mínútu leiksins. Þá fékk hann sendingu fyrir frá Karou Mitoma og potaði boltanum einfaldlega í netið, 1:0.
Danny Welbeck átti síðan skalla í þverslá á 49. mínútu.
Mínútu síðar keyrði Amad Diallo upp völinn, fór illa með Joel Veltman og skaut í Jan Paul van Hecke og þaðan fór boltinn í netið, 1:1.
Alejando Garnacho setti boltann í opið markið á 70. mínútu og þar héldu United-menn að þeir væru komnir yfir.
Í endursýningu mátti hins vegar sjá að Garnacho skaut í Joshua Zirkzee og þaðan fór boltinn í netið. Dómarinn Craig Pawson dæmdi því markið af.
Í uppbótartíma seinni hálfleiks skoraði Joao Pedro sigurmarkið fyrir Brighton. Þá átti Simon Adingra frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Pedro sem stangaði boltann í gagnstætt horn, 2:1, dramatík.
Brighton heimsækir Arsenal í næstu umferð en Manchester United fær Liverpool í heimsókn.