Spænski knattspyrnumarkvörðurinn Kepa Arrizabalaga er genginn til liðs við Bournemouth á lánssamningi frá Chelsea.
The Athletic greinir frá en Kepa verður leikmaður liðsins út þetta tímabil. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og vonast Bournemouth eftir því að geta tilkynnt hann á eftir.
Chelsea greiddi 72 milljónir punda fyrir Kepa sumarið 2018 en þá var hann markvörður Athletic Bilbao.
Hann hefur heldur betur ekki staðist undir væntingum en hann var varamarkvörður Real Madrid á síðustu leiktíð, þegar Thiabout Courtois var meiddur.