Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni

Liðsmenn Newcastle fagna í Nottingham.
Liðsmenn Newcastle fagna í Nottingham. AFP/Paul Ellis

Newcastle hafði betur gegn Nottingham Forest í vítaspyrnukeppni í 2. umferð enska deildabikars karla í knattspyrnu á City Ground í Nottingham í kvöld. 

Leiknum lauk 1:1 og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljáa málin. 

Joe Willock kom Newcastle yfir á fyrstu mínútu leiksins en Jota Silva jafnaði metin á þeirri 50. 

Í vítaspyrnukeppninni vann Newcastle, 4:3. 

Þá vann West Ham Bournemouth, 1:0, í Lundúnum. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið á 88. mínútu leiksins. 

Önnur úrslit:

Wolves - Burnley 2:0
Cardiff - Southampton 3:5 
Swansea - Wycombe 0:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert