Þarf aðgerð eftir tæklinguna

Matt O'Riley í æfingaleik með Glasgow Celtic í sumar.
Matt O'Riley í æfingaleik með Glasgow Celtic í sumar. AFP/Kamil Krzaczynski

Danski miðjumaðurinn Matt O'Riley, leikmaður Brighton, þarf að fara í aðgerð á ökkla. Daninn varð fyrir ljótri tæklingu í sínum fyrsta leik fyrir félagið í bikarleik gegn Crawley Town á miðvikudagskvöld.

O'Riley þurfti að fara af velli eftir níu mínútna leik í 4:0-sigri Brighton eftir harkalega tæklingu Jay Williams, varnarmanns Crawley. Fabian Hurzeler, knattspyrnustjóri Brighton, staðfesti fregnirnar.

„Þetta eru slæm meiðsli. Hann þarf að fara í aðgerð og við vitum ekki hversu lengi hann verður frá keppni“, sagði Þjóðverjinn ungi en hann tók við starfinu hjá Brighton í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert