Enski knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling er á leiðinni til Arsenal frá Chelsea á lánssamningi út tímabilið.
Enskir miðlar greiða frá en hann er um þessar mundir að gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal. Þá er ekki krafa um að Arsenal kaupi Sterling eftir tímabilið í samningnum.
Sterling hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge en hjá City var Sterling upp á sitt besta á meðan Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var aðstoðarmaður Pep Guardiola, stjóra City.
Arteta og Sterling náðu vel saman en á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Aston Villa síðustu helgi var Arteta spurður út í Sterling og hvort að Arsenal hefði áhuga á honum.
„Við Sterling mynduðum mjög sterkt samband saman. Hann var ótrúlegur leikmaður þá og kenndi mér margt. Ég ber mjög sterkar tilfinningar til hans,“ sagði Arteta.