Danski markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel sótti leik síns gamla liðs Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðastliðinn sunnudag.
Liverpool vann sannfærandi sigur, 3:0, á Old Trafford og var Schmeichel skiljanlega ekki sáttur með sitt gamla lið.
„Ég sat við hliðina á Sir Alex Ferguson og þetta var slæmt. Félagið hefur ekki sömu áru eftir að hann fór. Ten hag hefur fengið mikla peninga til að eyða, en þeim hefur ekki verið eytt rétt.
Stjórnin hefur stutt stjórann, gefið honum peninga en samt eru tvö töp í fyrstu þremur leikjunum staðreynd. Ég gæti grátið, því ég vil sjá liðið gera vel,“ sagði Schmeichel.