Einn besti leikmaður City til Real Madrid?

Rodri.
Rodri. AFP/Paul Ellis

Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni ætla að leggja fram tilboð í spænska miðjumanninn Rodri næsta sumar.

Það er spænski miðillinn AS sem greinir frá þessu en Rodri, sem er 28 ára gamall, er samningsbundinn Manchester City á Englandi.

Miðjumaðurinn hefur verið besti leikmaður City undanfarin ár og á mjög stóran þátt í velgengni liðsins en hann er af mörgum talinn besti varnartengiliður heims.

Rodri gekk til liðs við City frá Atlético Madrid, sumarið 2019, fyrir 63 milljónir punda en hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu og á að baki 257 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Rodri er verðmetinn á um 120 milljónir punda en hann er samningsbundinn City til sumarsins 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert